Ágústmánuður var litríkur og gefandi

posted in: Á döfinni | 0

Við Kátur setjumst oft snemma morguns fram í stofu og fáum okkur hressingu. Hann vill þá gjarnan fá sitt brauð en bíður eftir mér þar til ég hef lagað mér kaffi og ristað mitt brauð. Hann vill ekki ristað brauð og  er vandfýsinn á tegundir.

Þessi mynd sýnir veiðimenn við Korpu, rétt ofan við golfvöllinn. Það er stutt að fara heiman frá okkur á fallega staði.

Einn daginn rakst ég á rifsberjarunna sem gaf mér ber í hlaup. 

Stuttu seinna fékk ég að tína rifs hjá skólasystur.  Þau voru ótrúlega falleg og gómsæt og gáfu fagurrautt hlaup, sem bíður til jóla

Leave a Reply