Október 2018

posted in: Á döfinni | 0

Berjatíð

Þrátt fyrir kalt og vætusamt sumar varð konan sér úti um nokkur rifsber og fékk að auki gefins stikilsber svo úr varð hlaup. Nóg til að gleðja bragðlaukana og gefa krökknum smá í krukkur.

Ég hef haft gaman af því að fást við stikilsberin og mæli með því að gera hlaup en ekki sultu. Sultan vill verða svolítið gróf en hana má þó bæta með epum eða jarðarberjum. Hér sjást berin fallega þroskuð seint að hausti þetta sinn og hlaupið verður fagurrautt og bragðmikið með svolitlu af sítrónusafa og vanillu.

5. október hittumst við nokkrar frá Perluhópnum á Kjarvalsstöðum. Enn aðrar fóru og voru við jarðarför sem við hefðum e.t.v. átt að vera við líka en fréttir bárust sumum seint og því var ákveðið að einhverjar okkar færu á kaffihúsið svo ekki væri gripið í tómt þar. Fyrsti föstudagur hvers mánaðar er fastur fundartími.

 
 

Leave a Reply