Mótun - framhald

Í Myndlistarskóla Kópavogs er kennd Mótun og á námskeiðum þar spreyta nemendur sig á að gera gipsmót og steypa nytjahluti. Unnið með mjúkan leir og honum þrýst í mótin.

Hér til hliðar sést skál,sem eru unnir á þennan hátt í mót, hrábrennd, skreytt, glerjuð og brennd á ný.

Myndin á að tákna persónu úr einni af smásögu Astrid Lindgren. Hún sýnir sögupersónuna Malin, sem dreymdi um fegurð, þyt í laufi og þrastarsöng þar sem enga fegurð er að finna. Henni var munaðarlausri komið fyrir á hæli fyrir ómaga sveitarinnar. Malin teygir hendurnar upp eftir fuglinum. 

Á börmum skálarinnar eru litlar myndir gerðar með gipsstimplum. Þeim er þrýst í mjúkan leirinn. Greina má lauf og fugla. 

Postulín

Í framhaldi á vinnu með leir í gipsmót var unnið með postulín og má þá jafnvel nota sömu mótin

Samkvæmt  upplýsingum frá Wikipedia, Frjálsa alfræðiritinu, er postulín hart og gljáandi efni sem er að mestu unnið úr postulínsleir Það er oft notað í borðbúnað, skrautmuni of fleira. Nafnið er dregið af porcelino, sem var nafn á gegnsærri, lítill  skel. Skelin var á tímum Marco Polo  notuð sem gjaldmiðill í hlutum Afríku og Suður Asíu.

Hér verða hlutirnir flóknari og nemendur læra að hræra út postulínsduft í vatni eftir ákveðnum hlutföllum, sigta massann, hella í mót og úr þeim aftur eftir ákveðinn tíma. Allt krefst  þetta nákvæmni, árverkni, samvinnu og þolinmæði. Launin eru oftast bæði  gleði og undrun.

Postulínsdiskar

Áfram var unnið með diska og nú steypt úr postulíni. Það er vandasamt verk að gera mótið því engu má skeika svo auðvelt verði að ná gripnum úr mótinu. Ég reyndi aftur og aftur og með góðri aðstoð tókst loks að ná fram góðu móti sem ég er mjög ánægt með og steypti sex diska, 5 komust heilir i höfn með misvelheppnuðum myndum. Málað með leirlitum og glerjað með glærum gerungi.

Ker

Þessi ker eru vinsæl á mínum borðum undir grænmeti, ávexti við hvern disk eða undir "puttamat". Þeim fylgir gjarnan lítil skál með sama munstri. Skálina má nota á ýmsa vegu. 

Búkolla

Kýrin Búkolla trónir gjarnan á miðu borði og getur vel verið blómavasi fylltur með sóleyjum og fíflum, passar vel að vori.

Vasinn "Búkolla" varð til þegar við áttum að gera gipsmót fyrir drykkjarmál. Þá fór kollurinn á fullt og minningar frá fyrri tímum tóku völd. Það er svona að vera fædd á fyrrihluta síðustu aldar, hafa sofið í torfbæ, rekið kýr,mjólkað þær, elskað, elska enn.

Mitt mál varð þrihyrnt og minnir á mjólkurhyrnur, já eða bara horn. Kennarinn min, hún Erla Huld, brosti  og lét mig um verkið. Það gekk á ýmsu og rakst margt á í hornum, en verkið hafðist að lokum. Þá kom Erla Huld með frábæra hugmyd og lagði til að ég safnaði í "tertu", sem ég og gerði og vantar þó aðeins á. Skreyting er sótt til gamla bæjarins og hugleiðinga um lífið áður fyrr.Þar grillir og í vetrarnótt, álfa og jafnvel nú síðast í sjávarþang.

Hver veit hvað gerist næst?

Framhaldsnámskeið í postulíni vor 2016

Ég segi hér frá námskeiði sem var á vorönn 2016. Kennari var sem oft áður Erla Huld Sigurðardóttir en hún er jafnframt annar af skólastjórum Myndlistarskólans í Kópavogi.Erla Huld er mikill  listamaður og lífskúnstner, skemmtilegur og frábær kennari.

Myndin hér við hliðina er frá seinasta degi námskeiðsins þar sem postulín og leir frá flestum nemendurm annarinnar var brenndur í stórum tunnum á lóðinni aftan við skólahúsið. Myndir hér fyrir neðan eru svo af mínum afrakstri úr umræddri brennslu.

Hér var unnið hratt. Ég tók ekki þátt í haustönn og átti því ekki stykki til að setja í tunnuna. En þetta er útkoman og ég er vel sátt.

Vinnsluferli frá hugmynd til mótaðra hluta

Námskeiðið á vorönn 2016 fjallaði um gerð postulínvasa. Við áttum að gera gipsmót fyrir þrívíðan hlut og mig langaði að gera "egg" og reyndi!

Vasinn teiknaður og áætlað skapalón.

Skapalón með haldi klippt út úr stífu plasti.

Hér er líklega best að láta myndir tala en þeim er ætlað að sýna hversu langur og snúinn vinnsluferillinn er.

Gerð eru þrjú mót og þau fest saman með gúmmiteygjum, hér bíldekkjaslöngu.

Þá er loks komið að því að steypa og postulínsmassanum er helt í mótið!

Á hvolfi

Postulínsmassin er látinn standa þar til æskilegri þykkt er náð. það gerist þegar gipsið dregur rakann til sín og eftir situr þunn skel eða kúlulaga vasi í þessu tilfelli.

Sex vasar

Verkefni tímabilsins var m.a. að vinna sex hluti í sama form og tengja þá saman með myndum eða álíka skreytingum.

Hugmyndavinna

Í stöðvavvinnu var farið í hugmyndavinnu. Þar áttum við að reyna að tengja vasana saman með sögu, texta, ljóði og táknum. Hér er gælt við landnám, landsýn, fyrstu byggð, gjafir lands og vætti.

Frá hugmynd á vasa

Myndirnar eru málaðar með leirlitum á vasana, þeir eru síðan hrábrenndir, glerjaðir utan og innan og loks brenndir á ný.Útkoman er stundum óvænt og og um leið lærdómsrík. 

Ýtt úr vör

Sigling

Landsýn

Vættir í skógi

Skjól

Afli

Skólalok

Námskeiðinu góða lauk með brennslunni í portinu, gúllassúpu og "snobrauði" og skólaárinu með fallegri nemendasýningu í húsnæði skólans.