Hér gefur að líta nokkuð stórt lopateppi sem hentar vel á köldum vetrarkvöldum. Heklið kallast skeljahekl og ég tók það upp eftir gömlu lopateppi, sem góð amma hafði heklað handa barnabarni sínu. Svona teppi vilja margir eignast. Mynstrið og leiðbeiningar má auðveldlega finna á vefnum.

Annað lopateppi

Áfram ar haldið og nú stendur til að gera eitt fyrir ungan herramann. Hann óskar eftir svörtum, gráum og hvítum tónum, sem passa í herbergið hans.

Rauða teppið

Það tók mig nokkuð langan tíma að klára þetta teppi en ég hafði ætlað mér að hafa það miklu stærra. Það endaði svo sem sófateppi og nýtist vel. Garnið heitir Big Trend og er 70% acryl. Það situr ekki í fatnaði eða húsgögnum eins og lopinn vill gera, allavega í byrjun. Margar leiðir eru til þess að ganga frá  og ég valdi eina sem ég fann á netinu. Þar er teppið sett saman með því að hver ferningur er heklaður við þann næsta, fyrst í raðir og svo raðirnar saman. 

Já, eitt teppið enn.Þetta heitir Frost á Fróni og er ætlað barnabarnii, sem dvelur nú á Ítalíu en þar geta nætur orðið kaldar,rétt eins og hér. 

Hér vann ég úr afgöngum sem féllu til eftir önnur teppi og peysur , sem ég hef verið að vinna að síðustu misserin. Nafngiftin kemu tll vegna þess að í morgun heyrði ég í saltbílnum í fyrsta sinn þetta haust og þegar ég leit út grillti í hvítt hjarn á göngustígum en það þýðir að nú þarf að taka fram mannbrodda, og hana nú!

Hann fékk teppið í afmælisgjöf herramaðurinn góði.

Litirnir vísa til vetrarins sem er á undanhaldi og með

teppinu fylgdi svartur krummi sem er gjarnan áberandi

og mikið á ferðinni á þessum árstíma.

Teppið fer vel við gráa tóna í herbergi herrans.

Reyni að setja inn sleða en gengur ekki nógu vel. 

Teppið er heklað en skórnir eru prjónaðir.  Þá gerðum við saman ég og Arndís

Garnið er frá DALE ALPAKKA, keypti í A4 og er mjög mjúkt og þægilegt viðkomu. 

 

Þetta teppi hef ég unnið  svipað áður og ætlaði ungu barni en setti þá bekkina aðeins í annan endann svo teppið varð ansi dökkt. Núna breytti ég til og setti bekki í báða enda. Verkið sóttist mér heldur seint því ég hafði það of breitt. Samt er ég nokkuð sátt við útkomuna og vona að það geti nýst vel þeim sem það fær.