Í apríl fer að vora, víst ég hlakka til!

posted in: Á döfinni | 0

Vorið og sumarið bíða við gluggann og eftirvæntingin liggur í
loftinu.
Börnin fermast og farfuglarnir koma aftur til landsins okkar.
Allt endurtekur þetta sig ár eftir ár en hittir okkur mennina
misjafnlega fyrir.
Í ár er apríl mánuður stórra viðburða í lífi fjölskyldunnar.
Tvær fermingar eru framundan og undirbúningurinn er löngu hafinn.
Það er að mörgu að hyggja og ég undrast mest ró og jafnvægi
fermingarbarnanna.
Mér virðist börnin líta á ferminguna sem alvörumál og þau
kunna vel að meta allt sem fyrir þau er gert.
Þau eru, voru og hafa alla tíð verið sér og sínum til mikils sóma.
Þau eru sannir gleðigjafar.

Arndís fermdist 2. apríl. Það rigndi þrátt fyrir allar óskir um betra veður en dagurinn varð bara því betri að njóta inni bæði í kirkjunni og á heimili fermingarbarnsins. Allt var fagurlega skreytt og prýtt. Margir góðir gestir mættu í veisluna og gleði barnsins var einlæg og sönn. 

Á myndinni til hliðar, sem er tekin 2. apríl,  má sjá fermingarbörnin Anrdísi og Dag Fannar með fjölskyldu þess síðar nefnda.

Hann fermdist næstu helgi á eftir, 9. apríl. í Grafarvogskirkju. Þennan dag skein sólin glatt  og veislan var haldin í Akogessalnum. Margir gestir, ættingjar og vinir mættu í veisluna.

Við afi þökkum vel fyrir okkur og höldum glöð út í vorið með  minningar um fallegar athafnir og góðar fjölskyldur. Þær gefa yl og kjark. 

Á páskadag áttum við enn og aftur góða stund með fjölskyldunni í Krossalind.

Leave a Reply