Skrautlegur febrúar

posted in: Á döfinni | 0

Febrúar fór rólega af stað og jörð var auð lengi framn af. Við Kátur venjum komur okkar gjarnan á hæð við Gufuneskirkjugar en þar er þrístrendur bautasteinn á landamörkum þriggja jarða Gufuness, Korpúlfsstaða og Keldnaholts. Við erum að mestu hættt að læðast inn í garðinn enda er bannað að fara með hunda þar inn.

Við vorum boðin í afmælisveislu Önnu Grétu og nutum þar gestrisni og góðs félagsskapar með fjölskyldunni. Þar var borin fram mexikósk kjúklingasúpa  og annað góðgæti og með kaffinu girnilegar kökur og kruðerí.

Við föstuinngang kyngdi niður miklum snjó og nú reyndi á samhjálp og tillitssemi íbúanna í borginni. Hér í Vallengi lögðust allir á eitt og fljótt og lipurlega tókst með góðra manna hjálp að hreinsa mesta snjóinn af bílaplaninu og svo komu verkfæri borgarinnar að góðum notum við að hreinsa götur og gangstíga. Við erum svo heppin að eiga góðan granna sem þekki mann sem...       og svo er skólinn hér við húsgaflinn og strætisvagnaleiðir allt um kring.Við erum hólpin í Vallenginu.

Hér voru bakaðar vatnsdeigsbollur og þær fylltar með berjasultu frá Noregi, bláberjum og rjóma. Hingað komu gestir úr Fannafold og fengu kjötbollur og að sjálfsögðu nýbökuðu bollurnar líka

Á sprengidegi lagaði ég baunasúpu með saltkjöti og tilheyrandi grænmeti. Ég er hætt að hafa jafning og kartöflur með kjötinu en við fáum okkur að sjálfsögðu rjómabollur frá gærdeginum í eftirrétt. Allir vel saddir en hér voru góðir gestir úr Hafnarfirðinum þetta kvöld.

Á öskudegi voru hér engin börn en skólasystur mínar frá MA hafa fyrir sið að hittast á föstunni  á Maskara sem þær kalla svo. Þar býður ein þeirra til myndarlegrar matarveislu og svo er spjallað og sprellað fram eftir kvöldi. Saklaust gaman og gott grín.

Leave a Reply