Snjóléttur og hlýlegur nóvember 2016

posted in: Á döfinni | 0

Mjúkir og hlýir litir hafa einkennt nóvembermánuð að þessu sinni.Myndirnar sem hér fylgja tók ég þegar ég heimsótti safn og kaffihús í miðborginni ásamt stöllu minni.
Ég hef farið talsvert út að viðra sjálfa mig og hundinn sem við eigum og hef notið þess að geta flesta daga farið út án þess að setja á mig “brodda” eins og það er kallað. Af mér er svo það helst að frétta að dagarnir hafa liðið við prjónaskap og heimahjúkrun. Þá þarf ein manneskja að sinna mörgum hlutverkum allt frá þvottum, matseld, innkaupum og að hjúkrun ef svo má að orði komast. Þetta tekur talsverðan tíma og getur einnig verið lýjandi til lengdar. Ég dáist að úthaldi og seiglu íslenskra starfmanna heilsugæslunnar og heilbrigðisstofnanna sem vinna þarft og gott verk. Hér er talað af velvild og virðingu um heilbrigðiskerfið því án þess væri ég og mitt fók ekki vel statt. Takk fyrir mig!

Leave a Reply