Á ferð og flugi um grundir

posted in: Á döfinni | 0

55 ára gagnfræðingar áttu saman yndislegan dag á Akranesi og þar mættum við líka ég, Hlín og þráinn. Eftir heimsókn í garð Margrétar Jónsdóttur við Melteig fórum við Þráinn að húsi Lárusar og Lenu þar sem við bjuggum um tíma. Í því húsi hófst starf Tónlistarskólans á Akranesi og síðan færðist starfsemin í hús mömmu og pabba við Vallholt 23.

Við festum kaup á nýjum bíl á ágúst og brunuðum beint vestur í Hólm. Þar áttum við góða stund en fórum sama dag aftur til baka. Við komum við í garðinum.

Mörg undanfarin haust hef ég safnað berjum  til sultugerðar. Stundum nálgast ég þau með vinkonu minni í görðum, sem áður þjónuð sem skólagarðar en eru nú nýttir fyrir almenning, og svo núna fann ég lík fallegan runna á góðum stað! - Þessi mynd er frá þeirri tínslu. Við Willi reyndum svo við bláberjamóa en úthaldið var ekki mikið þann daginn enda of seint lagt af stað. Mér áskortnuðust líka rifsber frá bekkjarsystur minni og svo stikilsber og hindber frá enn annarri. Svona koma dagarnir og berin með án allrar fyrirhafnar og ég get fengið mér sultu þegar ég vil og gefið þeim sem vilja.

Við Kátur, vinur minn, förum stundum saman í göngutúr og þá finnum við ýmislegt, sem gleður augað. Við fundum einn daginn beitilyng og festum á mynd.

Kátur flækti sig rækilega í einum hrútaberjarunna og sat fyrir á mynd.

Má til meða að segja frá þessari plöntu, sem ég hef fyrir víst að sé færeyskt rifs. Tveir runnar eru á svölum stað í garðnum við Vallengi en uppskeran er fremur rýr enn sem komið er enda ungur runni.

Leave a Reply