Sumar

posted in: Á döfinni | 0

Sumarið líður hratt og nú er kominn ágúst þegar ég loks sest niður til að rifja upp það helsta sem gerst hefur. Í fyrstu finnst mér lítið hafa á daga mína drifið en annað kemur í ljós þegar ég skoða myndaalbúmið.

Haustið 1986 tók Selásskóli til starfa í Reykjavík undir stjórn og styrkri forystu Kristínar Tryggvadóttur skólastjóra. 
Ásamt starfsfólki skólans tókst henni með ótrúlegum dugnaði, glimrandi fagmennsku og smitandi starfsgleði að koma af stað gróskumiklu og fjölbreyttu starfi við erfiðar aðstæður. 
Um æðar skólans rennur enn afl og kraftur frá þessum tíma og svo tóku nýir kraftmiklir kyndilberar við.
Kristín sagði oft við okkur kennarana: "Þið og börnin sem þið kennið eruð skólinn og hann verður hvorki sterkari né veikari en þeir sem í honum starfa hverju sinni.
Það bar bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna við Selásskóla og þar kynntist ég góðu fólki sem ég hef enn nokkurt samband við.
Til hamingju Selásskóli og megi gott starf blómstra þar alla tíð!

 

Næstu myndir gætu eins verið frá Vínarborg en ég naut þarna veðurs og gróðurs með vinkonu minni í Grasagarðinum á góðum degi. Þar áttum við yndæla stund og gáfum okkur tíma til að spjalla, spekulera og fá okkur kaffi og "meðððí"!

Í sumarbyrjun sótti ég tíma í heimasíðugerð með þessum frábæru konum og kennari var Elín Sigurðardóttir sem fyrr. þarna lærði ég nokkra nýja takta en langar að gera betur.

Myndirnar af leirnum má sjá betur undir linknum List hér á síðunni en ég eyddi talsverðum tíma í að ganga frá honum.

Hér byrjaði mikið bras þar sem ég skráði mig í skóla á netinu en verkefni sumarsins var að vinna með sjálfsmyndina. Ekki seinna vænna fyrir þá gömlu að kynnast sjálfri sér í lokin!  

Einn góðviðrisdaginn drifum við okkur með fjölskylunni up á Skaga. Þangað er alltaf gott að koma og ekki síst með góðu fólki. Við fórum auðvitað fyrst á Langasand og þaðan að vitunum sem líta vel út eftir miklar umbætur. Gaman að hitta fuglana hennar Jónínu Guðnadóttur í stóra vitanum og sanna um leið með myndum að ég komst upp!

Myndir frá göngu við Gorvík í Grafarvogi. Ekki sú fyrsta en alltaf gott að koma niður að sjó.

Í garðinum heima.

Leave a Reply