Jónsmessa

posted in: Á döfinni | 0

Á Jónsmessu fór ég í góða ferð í Dalina með vinkonu minni, sem er félagi í LSFR. Félagsmenn fara ár hvert í Jónsmessuferð og mega taka með sér einn gest hver.

Að þessu sinni var haldið í Dalabyggð. Ferðin hófst með heimsókn í Hernámssetrið á Hlöðum við Hvalfjarðarströnd. Þar er mikinn fróðleik að fá um hernámsárin 1940 – 1945 og sögur varðveittar í máli, myndum og munum. Gauji „litli“ tók vel á móti hópnum og sagði frá eins og honum er vel lagið.
Á einni myndinni, sem hér fylgir, má sjá tvær eldri konur ersettust á „sögubekkinn“ við barinn og sögðu frá minningum sínum um hernámið.

Sú eldri, fædd 1929, bjó á Baldursgötunni þegar hernámið varð vorið 1940. Hún mundi vel eftir því að hafa fylgst með bresku hermönnunum fara í fylkingum upp Laugarveginn, hún varð dauðhrædd enda aðeins ellefu ára gömul. Hin sú yngri er fædd 1932 og var í Vestmannaeyjum þegar þetta var. Hún sagðist hafa verið svo hrædd um að hermennirnir myndu skjóta á hana með loftbyssum, eins og strákarnir höfðu stundum gert. Hún faldi sig því milli þúfna er hermennirnir gáfu krökkunum sægæti og missti því af herlegheitunum.

Leiðin lá síðan í Dalina og stefnt var á Eiríksstaði. Þarna eru sögustaðir við hvert fótmál og í hverri rútu var leiðsögumaður stútfullur af upplýsingum.

Við sem sátum fyrir afan miðja rútuna gátum fylgst með akstrinum á skjá.Þessi mynd er tekinn af skjánum og sýnir krikjustaðinn 

Staðirnir, sem við náðum að skoða voru Eiríksstaðir, Laugar í Sælingsdal, Staðarhólskirkja og Kirkjan í Skarði. Ferðinni lauk með dýrindis máltíð í Munaðarnesi.

Auður Djúpúðga var helsti landnámsmaður í Hvammi. Hún var kristin, reisti krossa og sinnti bænagjörð við Krosshólaborg. Afkomendur hennar trúðu því að þeir dæju í hólana.

Þetta er löng ferð eða rúmlega 600km keyrsla frá klukkan 08:00 að morgni til klukkan 23:00. Það hafa því væntanlega verið þreyttir en sælir ferðalangar sem lögðust til hvílu þetta fallega kvöld.

Mikla sögu er að sækja á þessar slóðir og var okkur hótað með prófi úr Laxdælu við komuna í Munaðarnes!
Eitt er víst að mig langar að fara aftur í Dalabyggð ekki síst ef mér tekst að lesa mér til og undirbúa ferðina vel. Hægt er að nálgast talsverðan fróðleik um Dalina á veraldarvefnum og svo auðvitað í Laxdælu og þá mætti einnig glugga i bækur Einars Kárasonar Óvinafagnaður, Ofsi og ............. - Semsagt: gaman, gaman gaman!

Leave a Reply