28. maí 2016

posted in: Á döfinni | 0

Maí er mánuður andlegrar uppskeru þar sem skólum lýkur með útskriftum og gleði og bærinn fyllist af list og leik. Allir virðast í fullri þörf fyrir að kasta af sér vetrardrunga og heilsa sumri á fallegum og uppbyggjandi nótum, byggja sig upp fyrir næstu átök.
Við tókum þátt í afmælisveislum og fórum á tvenna tónleika.

12. maí voru það tónleikar í Eldborg. Á dagskrá voru verk eftir Leonard Bernstein, George Gershwin o.fl og stjórnandi var JoAnn Faletta. Faletta er margverðlaunuð fyrir hljómsveitarstjórastörf sín og afkastamikil i að kynna tónlist okkar tíma. Frábærir og skemmtilegir tónleikar þar.
25. maí fórum við svo aftur í Hörpuna,í fylgd tveggja afmælisbarna mánaðarins, og nú á Listahátíð. Þetta var mikil veisla. Sifóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Tsjajkovsij, Ravel og Beethoven undir stjórn Vladimir Ashkenazy
Með honum í för var franski verðlaunapíanistinn Jean-Efflam Bavouzet, sem þykir einn fremsti túlkandi franskrar píanótónlistar í heiminum í dag.
Í dagskrá tónleikanna kemur fram að “Ravel hefur augljóslega verið kunnugur Rhapsody in Blue og píanókonserti Gersvins” en fyrrnefnda verkið var einmitt flutt á tónleikunum 12. maí., skemmtileg tenging milli tveggja frábærra tónleika.

“Vladimir Ashkenazy þekkir vel til Listahátíðar en hann var aðalhvatamaður að stofnun hennar árið 1970 og er í dag heiðursforseti. Einnig er hann heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur stjórnað hljómsveitinni árlega í meira en áratug, en 38 ár eru síðan hann stjórnaði hljómsvetinni síðast á Listahátíð í Reykjavík.” – tekið af vef Hörpu 28. maí 2016 –

Leave a Reply