Apríl 2016

posted in: Á döfinni | 0

Og tíminn líður.
Nú eru aðeins 10 dagar þangað til þessari síðu verður lokað. Góð vinkona mín benti mér þó vinsamlega á að ég gæti alveg eins haldið síðunni opinni áfram eins og að fara á námskeið og eða að kaupa mér nýja áskrift að tímariti. Það sem mig langar að gera er að spreyta mig áfram, ekki gefast strax upp og láta reyna betur á hvað ég hugsanlega get gert hér meira en að blogga aðeins einu sinni í mánuði. Kjarkinn vantar og það er ekki nógu gott þegar hann dvínar.
Það skemmtilegasta sem ég gerði í apríl var að taka þátt í holubrennslu hjá Myndlistarskóla Kópavogs. Hún fór fram í porti bak við hús. Kennarar skólans höfðu undirbúið allt mjög vel og komið öllu mjög haganlega fyrir. Veður var nokkuð gott, svolítil súld og hægur vindur. Nemendur dunduðu sér nokkrir við að baka “snobrauð” eftir danskri fyrirmynd frá pedagog sem er dansklærður og kunni réttu handtökin vel. Brauðið bragðaðist mjög vel með sultu og við bárum það inn til að neyta þess áfram með gullashsúpu, sem Erla Huld skólastjóri hafði matreitt eldsnemma um morguninn.
Brennslan tókst vel og allir fóru sælir, saddir,velilmandi og þreyttir heim.
Munirnir verða svo á sýningu í húsnæði skólans. Hún hefst 7. maí 2016 og stendur í nokkra daga.

Takk fyrir mig!

Leave a Reply