Everest

posted in: Á döfinni | 0

Esjan er mitt Everest.

Ég sá myndina Everst í Egilshölinni fyrir viku síðan. Mér finnst hún gríðarlega vel gerð og áhrifamikil. Þar eru samskipti manna sett fram af nærfærni og á sannfærandi hátt.

Fyrir aftan mig í salnum sátu tvær ungar stúlkur og þegar mydinni lauk varð annarri þeirra að orði:"Hvað er fólk að meina með því að fara upp á Everest?" Mjög eðlilegt að spurt sé.

Við eigum öll okkar Everest og glímum við fjallið á hverju degi, stundum meðvitað en oft án þess að við gerum okkur grein fyrir því hvert við stefnum.

Þegar aldurinn færist yfir og litið er yfir farinn veg er margt sem leitar á hugann. Í minni æsku var ekki algengt að börn væru á fjöllum nema í smalamennsku í sveitinni. Það voru nánast eingöngu fræðimenn og sérvitringar sem sáust á Esjunni. Nú hlaupa menn, konur og börn þar fram og til baka eftir mörgum leiðum og fjallið iðar af fólki rétt eins og vegirnir í Mýrdalnum iða nú af músagangi,sem ku vita á harðan vetur.

Esjan veitir skjól. En hún getur líka verið kuldaleg og ógnvekjandi og að ganga á hana krefst varfærni og rétts búnaðar allan ársins hring.

Leave a Reply