“Ástandið”

posted in: Á döfinni | 0

“Ástandið”

Aftur bauðst mér að fara í kvikmyndahús en það er nokkuð sem ég geri frekar sjaldan.

Í þetta sinn sá ég myndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum.

Myndin er heimildarmynd um "ástandið" á tímum hernámsins á Íslandi og hvernig tekið var á því af hálfu yfirvalda.

"Ástandið" var það nefnt þegar allt fór á annan endanní íslensku samfélagi vegna samskipta ungra kvenna og stúlkna við setuliðið.
Þær voru fordæmdar í dagblöðum og ráðamenn gripu til þess að leiða þær fyrir sérstakan Ungmennadómstól, sem dæmdi þær fyrir siðferðisbrot og sendi til vistar í sveit eða á sérstöku upptökuheimili fyrir vandræðastúlkur á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði.

Höfundur myndarinnar er Alma Ómarsdóttir en hún er er með Mastersgráðu í Blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands.

Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum: Lauslæti og landráð sviptir hulunni af myrkum kafla sögunnar sem hefur legið í þagnargildi í áratugi. Hún er styrkt m.a. af Karolinafund og eru upplýsingarnar hér að nokkru fengnar af vef hans.

Myndataka: Ingi R. Ingason
Tónlist: Karl Olgeirsson

Myndin er leyfð öllum aldurshópum og verður sýnd áfram út næstu viku.

Þetta er áhrifamikil frásögn, sem lætur engan ósnortinn sérstaklega þar sem fram kemur að margar ungu stúlknanna áttu hvergi höfði sínu að halla, og voru í vist á heimilum sem ekki töldu sig bera ábyrgð á þeim.

Hvernig gat það gerst að ung stúlka væri dæmd til betrunarvistar án vitundar foreldra?

Þessi mynd hlýtur að vekja uppp margar spurningar og kallar á frekari umræðu og umfjöllun.

Hvernig högum við siðgæði okkar í dag, hvernig menntum við þjóðina?

Þessi mynd er menntandi og getur vonandi komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Höfum við breyst?

Leave a Reply