Á döfinni

posted in: Á döfinni, Hugrenningar | 0

IMG_0015 (2)    IMG_0052

Sunnudagur 10. ágúst rann upp bjartur en

kaldur og við héldum út á Reykjanes með fjölskyldunni.

Fyrsti viðkomustaður var

Kálfatjörn en þar stendur reisulegt skólahús,

sem hefur verið endurgert og einnig merkileg steinhlaða.

Við gengum niður að sjó og þar er veglegur

varnargaðrur skreyttur bladursbrá og öðrum

fjörugróðri.

IMG_8444 (2)

Kálfatjarnarvöllur er 9 holur og stendur við Kirkjujörðina Kálfatjörn.

Völlurinn samanstendur af túnum Kálfatjarnar og þriggja hjáleiga, Hátúns,

Fjósakots og Móakots. Frá upphafi hefur verið reynt að halda sérkennum

svæðisins, sem er með mörgum hólum og grjótgörðum sem eru fornar

girðingar og landamerki býlanna.(tekið af vef)

IMG_8443 (2)

 

IMG_0043   Horft frá sjónum að Kálfatjörn

Kirkjan sem nú stendur var reist árið 1893 og er með stærstu sveitakirkjum landsins.

 

IMG_0059   Við héldum síðan  í Garðinn og

snæddum nesti í ótrúlega fallegum skrúðgarði áður en við

skoðuðum vitana

IMG_0064     IMG_0073 (2)

 

IMG_0101 (2)     IMG_0083

 

IMG_0107    IMG_0076

Eitt af mörgum listaverkum sem prýða Reykjanes og svo hetjurnar sem hafa

komist af þrátt fyrir kulda og hremmingar íslenska sumarsins.

IMG_0113 (2)     IMG_0116 (2)

 

Við höfnina í Sandgerði eru myndarleg skip sem færa okkur björg í bú.

IMG_0179   Hvalsneskirkja

Einn merkasti gripur kirkjunnar er legsteinn yfir

Steinunni Hallgrímsdóttur sem dó á fjórða ári (1649).

Hún var dóttir Hallgríms Péturssonar (1614-1674)

mesta sálmaskálds Íslendinga sem þjónaði þá sem

prestur í Hvalsnessókn, hans kona var

Guðríður Símonardóttir.

Hallgrímur Pétursson þjónaði á Hvalsnesi

fyrstu prestskaparár sín 1644-1651. (af vef)

IMG_0123 (3)  Kríuvarp

IMG_0209 (2)  Eldey rís úr hafi út af Reykjanesi en Ellý

Vilhjálmsdóttir söngkona mun hafa borið nafn hennar en breytt því.

IMG_0195    IMG_0190     ást

Að síðustu komum við að flekaskilunum þar sem mætast heimsálfurnar Ameríka og Evrópa.

Þetta var góð og skemmtileg ferð og ég væri alveg til í að fara oft á þessa slóðir.

Reykjanesið er enn eitt ævintýrið sem við eigum rétt við bæjardyrnar.

IMG_0210 (2)

 

Takk fyrir mig!

Leave a Reply