Á döfinni

posted in: Á döfinni, Hugrenningar | 0

Steik

Góð vika liðin með afmæli, hægeldaðri pörusteik og góðum gestum. Ég læt hér fylgja með mynd af pörustekinni fyrir og eftir steikingu. Ég fann einiber í kryddhillunni en barrkeimurinn af þeim féll vel að steikinni ásamt með negulnöglum og lárviðarlaufi. Svona býr nú sú gamla vel! Þetta var myndar bógur sem vóg 3 og 1/2 kíló og mátti því vera rúma 4 tíma við 150¨C í ofninum.IMG_0037 IMG_0041

Veðrið hefur leikið við landsmenn einkum í dag og í gær. Ég sat lengi úti á svölunum, prjónaði, drakk kaffi og hlustaði á útvarp eins og í gamla daga. Yndisleg stund og í móanum hamaðist þúfutittlingur með tilheyrandi undirleik. Á svölunum undu sér vel pelagónía, dalía, sítrónu- og greipaldingræðlingar og svo ein tilraunin enn með skjaldfléttufræ sem láta á sér standa en eiga vonandi eftir að gleðja okkur á næstunni.

IMG_0049 (2) IMG_0058 IMG_0057 (2)

Leave a Reply