Á döfinni

posted in: Á döfinni | 0

Nýr dagur rís, bjartur og fagur með fuglasöng og tilheyrandi.

“Af Jarðarinnar hálfu byrja allir dagar fallega”  og þessi er ekki sá sísti því að í dag útskrifast ungmenni frá skólum og halda glaðbeittir út á völlinn þar sem línudansinn hefst. Það er eins gott að kunna skil á hægri og vinstri  þegar feta skal þá línu. Flestum tekst það vel en komast þó margir að því fullkeyptu.

Veislur eru haldnar út um allan bæ og í Bónus mátti sjá innkaupakerrur fylltar með kjúklingum, fetaosti, jarðaberjum og bláberjum. Hver kerra segir sína sögu og er oft gaman að geta sér þess til á meðan beðið er í röðinni hvað stendur til á hverjum stað.

Á mínum stað er ein blómarós að útskrifast og þess vegna sleppti ég því að pára hér síðustu daga en gat ekki stillt mig dag þar sem ég er búin að skeyra tertuna og taka af henni mynd sem ég ætla að reyna að troða hér inn.

IMG_0005 (2)    Afbrigði af Ingveldaræði úr Ostalyst.

Leave a Reply