Um mig

Anna Njálsdóttir Möller
Konan er komin á eftirlaun sem grunnskólakennari og þess vegna hefur hún tíma til að leika sér hér. Hver árangurinn verður veit enginn.
Ég vonast til að geta sett hér inn sitthvað um sjálfa mig og áhugamálin mín, sjáfri mér til glöggvunar og e.t.v. einhverjum til gagns og gamans.
Ég er með próf frá Kennaraskóla Ísland og er stolt af því. Tel mig hafa haft mörg og góð tækifæri til að mennta mig og öðlast reynslu á ólíkum sviðum sem ég hefði e.t.v. ekki endilega ratað inn á í sambærilegu kerfi og nú gildir í kennaramenntun. Hér lasta ég þau þó alls ekki enda hef ég ekkert kynnt mér þau og ber fulla virðingu fyrir því sem unnið er að í menntamálum landsins í dag . Það breytir því ekki að ég kann að setja fram ákveðnar skoðanir og hugmyndir sem hafa gagnast mér og mínu samferðarfólki í kennslu vel.
Hér kem ég til dyranna eins og ég er klædd og nota það efni sem ég hef unnið með og safnað að mér í gegnum árin, tími ekki að henda og læt róleg frá mér.

Esjan

Ég er svo lánsöm að búa í skjóli Esjunnar. Hún stendur eins og klettur í hafinu og ver okkur fyrir mesta norðangarranum.

Foreldrar og systkini

Foreldrar mínir voru Anna Magnúsdóttir og Njáll Guðmundsson. Þau dvöldu mestan hluta starfsævinnar á Akranesi og unnu bæði við skólastjórn. Hún var einn af stofnendum Tónlistarskóla Akraness og hann varð skólastjóri Barnaskóla Akraness 1954 fram til ársins 197? ath. Bróðir minn heitir Baldur Víðarr og er búsettur í Noregi. Við eignuðumst litla systur um 1950 en misstum hana nýfædda. Hún var óskírð. Hér er ég aðeins að gera tilraun og á eftir að breyta ýmsu, er bara að fikra mig áfram............