Börnin og snjórinn..
Hér eru nemendur úr grunnskólanum að leika sér í snjóbing
sem varð til við snjóruðning í síðasta mánuði.
Þau eru glöð og flest vel hraust.
Framtíðin býr í þessu góða fólki.
Ég fór 10. mars með Lilju Margréti á sýninguna Dúkkurnar frá Japan en hún var í Borgarbókasani / Menningarhús Gerðubergi. Nú er þar yfirstandandi hönnunarssýning í hönnunarmars. Ég gerist svo frökk að setja inn sleða hér fyrir neðan þar sem sjá má nokkrar myndir frá þessari frábæru sýningu..
"Dúkkurnar hafa verið hluti af daglegu lífi í Japan frá örófi alda. Japanskar dúkkur endurspegla siði landsins og lífsviðhorf Japana. Gegnum aldirnar hafa dúkkurnar þróast í margvísleg form og eru ólíkar eftir því hvaða héruðum landsins þær tilheyra. Dúkkurnar sýna einnig vel hefðbundið japanskt handbragð, tildæmis í textíl. Sýningin Dúkkurnar frá Japan gefur því áhugaverða innsýn í hina margbreytilegu japönsku menningu." Tekið af einblöðungi sem fylgdi sýningaskrá."
Er boðin á þessa sýningu 1. apríl. Það er sko ekkert gabb. Frábær og dugleg listakona sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún er og hún gerir.!
Kæru vinir!
Velkomin á opnun afmælissýningar
Jóhönnu V. Þórhallsdóttur
laugardaginn 1. apríl kl 15.00 í Anarkíu
Nærvera og nekt