Við tökum hugrökk á móti nýju ári og vonum það besta. Heimurinn er sífellt að minnka og við erum að verða ein stór fjölskylda allir Jarðarbúar. Hvert spor okkar setur mark sitt á söguna og við þurfum að vanda okkur hver og hvar sem við erum. Framtíð jarðar er undir okkur komin.
Við áttum gott gamárskvöld með fjölskyldum og vinum á heimili Gunnars Þórs og Guðlaugar Maríu. Allt eins skemmtilegt og vel búið og hægt var. Það sem vakti kannski athygli ömmu gömlu mest var þegar drengirnir á bænum tóku fram jólabækurnar og lásu milli þess sem þeir biðu eftir atburðum kvöldsins. Hreint frábært kvöld eins og alltaf.
12.janúar varð William Thomas 75 ára og mér tókst að véla hann til þess að bjóða krökkunum í súpu.
Þetta tókst harla vel og allir fóru héðan kátir og saddir.
Ekki sakaði að góðir vinir hans frá fyrri tíð töluðu við hann í síma og þar gladdi hann mest
Kristinn Zimsen sem ekki hefur hringt í mörg ár. Þeir töluðu lengi saman.
Þið sem þekkið mig og þessa síðu vitið að ég er ekki vöna að birta margar myndir af fólkinu mínu. Hér gerir ég undantekningu því ég var svo glöð að fá þau til okkar. Þar vantaði þó tvær ungar konur sem eru uppteknar við nám, önnur hér í Reykjavík en hin á Sardiníu.
Krakkarnir færðu afmælisbarninu snjallúr, Lilja auk þess músarplatta með mynd frá Stykkishólmi og Anna Elísabet blóm og brjóstsykur. Arndís bakaði súkkulaðibitakökkur 31 stykki ! Og þær hurfu eins og dögg fyrir sólu.
Góð stund, fallegur staður.
- janúar fórum við Lilja Margrét á samsýningu á verkum Ásmundar Sveinssonar og Þorvaldar Skúlasonar í Ásmundarsafni. Sýningin nefnist Augans börn. Í sýningaskrá segir:
„Barn lærir að þekkja form og liti löngu áður en það getur greint orð og bókstafi.
Mannshugurinn leitar gjarnan að einhverju kunnuglegu í því sem fyrir augu ber, að samhljómi á milli áþreifanlegra hluta og óhlutbundinna forma. Hugurinn greinir formin sem augað meðtekur og setur í samhengi við kunnugleg form. Þannig myndar hann sjónminnisbanka eða sjónrænan minningaheim sem nýtist til að vinna úr nýjum áhrifum.“
Skrifað 29. Janúar 2017
Við misstum unga stúlku Birtu Brjánsdóttur og hennar hefur verið minnst víða bæði hér heima, á Grænlandi og í Danmörku. Vonandi verður þessi skýri samhugur til þess að draga úr ofbeldi og einelti á okkar slóðum.
Þessi missir leiðir huga okkar allra að unga fólkinu sem tekst á við krefjandi verkefni í uppvextinum og þarf fyrst og fremst góðan stuðning fjölskyldu og vina til að komast heil í gegnum æskuárin. Við sem eldri erum sjáum þau oft í of ljósum bjarma. Við gleymum erfiðleikunum, gröfum þá og felum en þeir rísa oft upp seinna á lífleiðinni og geta valdið okkur hugarangri og óöryggi ef ekki hefur verið unnið nógu vel úr þeim.
Í gær 28. janúar janúar fórum við Kátur í göngu í köldu en mjög fallegu vetrarveðri. Norðanáttin hafði skilað miklum snjó í hliðar Esjunnar og mikið var um smáfugla í hverfinu okkar. Ég tók upp símann og náði nokkrum myndum. Þegar ég kom heim tók ég líka myndir af Esjunni á vélina mína. Einmitt á þessum tíma hafa mennirnir 3 sem lentu í snjóflóði í hlíðum fjallsins verið á ferð. Tveir komust með þyrlu til byggða en leita þurfti að þeim þriðja. Hann er nú látinn.
Þessi tvö dæmi segja mikla sögu um hversu viðkvæmt lífið er. Við vöknum glöð og hugrökk en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það er því ekki skrýtið þótt maður segi í hvert sinn er einhver kveður við dyrnar: „Farðu varlega og gættu þín“!
One Response
icbixogufjuqi
http://theprettyguineapig.com/amoxicillin/ – Amoxicillin 500 Mg Amoxicillin 500mg http://theprettyguineapig.com/amoxicillin/