Litskrúðugur október

posted in: Á döfinni | 0

Litirnir eru hreint ótrúlegir í tæru haustloftinu og þá er gaman að fanga til að taka með sér inn í veturinn.

Á haustin taka margir á sprett. Unglingarnir hittast í skólabyrjun og nú í haust fór fjöldinn allur á tónleika Justin Bieber í Kópvogi.

Þessi ungi maður virðist geta heillað ungmennin með söng og framkomu. Sjálfur segist hann vera gagntekinn af Íslandi og óskaði eftir því að hefja Evrópuferð sína hér.

Ungur maður bregður á leik!

40 hlauparar frá Íslandi fóru til Chicago og tóku  þátt í Maraþonhlaupi 2016. Allt gekk vel og hér er "mitt fólk" að skoða myndir, spjalla og kankast á.

Í októberbyrjun heimsóttum við Lilja Margrét Listasafn Einars Jónssonar.

Einar Jónsson var brautryðjandi íslenskrar höggmyndalistar og hann

hafði veruleg áhrif á íslenka myndlist.

Frábært safn og magnþrungin verk. 

LM tók myndina.

Miðvikudaginn 12. október kom út bóki Það kemur SAGA út úr mér eftir Herdísi Egilsdóttur og mér var boðið í útgáfuteiti í Gróttu. Þar var margt fólk og nokkrir af eldri kennurum frá Ísaksskóla

Það kemur saga út úr mér er kennsluhandbók í lestri. Bókin er ætluð öllum sem vilja leggja sitt af mörkum til að stuðla að læsi barna. Í bókinni eru leiðbeiningar og skýringar á hvernig aðferðinni sem byggt er á skuli beitt. Aðferðin sem unnið er eftir hefur á Íslandi verið nefnd Hljóðlestraraðferð. Ísak Jónsson skólastjóri innleiddi aðferðina hér á landi árið 1926 eftir að hafa numið sjálfur í Svíþjóð.

Í bókinni eru ítarlegar leiðbeiningar og skýringar. Einnig allur sá efniviður sem kennarinn þarfnast til lestrarkennslunnar. Það eru hljóðsögur með hverjum staf og myndir, spurningar tengdar hljóðsögunni og hugmyndir að því hvernig best er að ræða við börnin og gera námið að skemmtilegum leik. Vísur um hvern staf sem gaman er að syngja og stutt lesdæmi.

.

Hér talast við Sigríður Soffía Sandholt, fyrrverandi sérkennari og skólastjóri við Skóla Ísaks Jónssonar og börn  Ísaks Elínborg, Sigurjón Páll og Ragnheiður Sigurbjörg.

Lauk við teppi sem ég gerði úr afgöngum af lopa frá liðnum árum. Teppið er vonandi á leiðinni til Sardiníu þar sem það á að ylja köldum tám!

Litunum raðaði ég eftir fyrirmynd náttúrunnar í haf, sand, fjöru, fjall, jökul, ský og svo loks dökkan himinn.

 

Með þessum góðu konum fór ég á sýninguna Öld barnssins í Norræna húsinu

Á sýningunni  er í fyrsta skipti tekin saman norræn hönnun fyrir börn frá upphafi 20. aldar til dagsins í dag. Titillinn er fenginn að láni frá bók með sama nafni, skrifuð af einum framsæknasta hugsuði Svía, Ellen Key, sem þegar árið 1900 lýsti því yfir að 20. öldin skyldi verða „öld barnsins“.

Leave a Reply