Eins og fram hefur komið var nemendasýning Myndlistarskóla Kópavogs opnuð á laugardaginn 7. maí. Þangað stormaði ég og átti góða stund. Auðvitað kom ég við í leirstofunni þar sem búið var að koma verkum nemenda haganlega fyrir í nýjum hillum. Ég fór um allar stofur og það var greinilegt að áhugi gesta var mikill. Mikil vinna hefur verið lögð í að koma verkum vel og fallega fyrir svo þau njóti sín sem best, meira að segja inni á kaffistofu eru frábærar myndir, sem eru settar upp á frumlegn hátt.
Þær taka vel á móti öllum mæðgurnar, skólastjórarnir, Sigríður og Erla Huld. Í skólanum ríkir góður andi og þar starfa frábærir kennarar.
Helga Sigurðardóttir bauð til vinnustofu sinnar, sem er í sama húsi og skólinn. Hún tók mér opnum örmum og leyfði mér að mynda sig með eitt verka sinna. Hún er dugleg í myndlistinni og verkin hennar eru sterk. Til haminju!
ps. ég held að sýningin standi til 11. maí. Það er enginn svikin af því að koma og skoða alla möguleikana sem þar eru í boði fyrir alla aldurshópa og nú taka við sumar- og haustnámskeið.