Febrúar getur stundum verið óralangur og í ár er hlaupár, dagar mánaðarins því 29.
Þega ég lít yfir mánuðinn eru mér efst í huga stórafmæli og samverustundir með fjölskyldunni.
Sjálf hef ég mest verið að lesa og hekla mér til dægrarstyttingar og svo fer ég vikulega
námskeið í Myndlistarskóla Kópavogs. Þar erum við að vinna nokkur ólík verkefni og ber
hæst postulín,sem er steypt í gifsmót. Mikil og flókin vinna sem tekur verulega í.
Það bar vel í veiði þegar ég heyrði af sýningu Steinunnar Marteinsdóttur í Hönnunarsafni Íslands. Sýningunni lauk á sunnudaginn. þar sagði listakonan frá verkum sínum og lífsferli.
Hún gefur jafnframt út bók sem ber nafnið Undir regnboga. Á sýningunni hitti ég Jóhönnu Bogadóttur listakonu, sem hefur nýlokið við að sýna verk sín á vinnustofu í Hamraborginni.
Þangað fór ég fyrr í mánuðinum og naut þess að skoða stór og litrík verk hennar. Ótrúlegt hvað þessi fínlega kona hefur áorkað miklu.
Þessar tvær listakonurkonur eru góðar vinkonur.