Aðventan er yndislegur tími og ég naut hennar vel með vinum og fjölskyldu. Á annan sunnudag aðventunnar bakaði ég eplaskífur á gamalli pönnu sem leynist hér frá tíð ömmu minnar. Hún fylgdi móður minni og ég taldi mig hafa lært að nota hana. Ekki tóskt þó betur til en svo að ég brenndi mig á skaftinu sem hitnar ofsalega og því nauðsynlegt að gæta sin vel. Seinna þegar ég var í gjafaleiðangri fann ég pönnu sömu gerðar og viti menn hana má nota á nýjustu eldavélahellur! Ég keypti eina og gaf og nú er bara að sjá hvernig eigendunum gengur að baka skífurnar. Það kemur nefnilega í ljós þegar á reynir að unga fólið sækir í eldri hefðir með tímanum og lærir að meta það sem er gamalt og gott. Skífurnar eru líklegast danskættaðar en auðvel er að nálgast uppskriftir á vefnum og á einum stað fann ég mynd af pönnu sem er rafknúin og stendur frjáls á borði – sniðugt!
Á aðventu 2015
Leave a Reply