Afmæli

posted in: Á döfinni | 0

Lína Langsokkur

Ég má til með a byrja á því að vitna í leikhúsgagnrýni Pressunnar frá í fyrra:

"4. sep. 2014 - 18:00 Pressan
Leikhúsgagnrýni: Lína Langsokkur – Fléttað og freknótt stelpuskott í Borgarleikhúsinu
Lína Langsokkur situr á stalli með allra heilögustu persónum bókmenntasögunnar. Á meðan sjálfur Hamlet spókar sig um á leiksviðum heimsins í ýmsum tilraunakenndum útgáfum þá þorir enginn að fikta mikið í Línu. Útstæðar fléttur og frísklegar freknur eru alltaf á sínum stað og ekki ólíklegt að margar mæður verði beðnar um að gera Línu-fléttur í dætur sínar í vetur."

Enn hef ég ekki látið verða af því að sjá þessa sýningu og nú fækkar sýningum sjálfsagt að sinni. En mér til hugarhægðar fundum við, ég og þrjú barnabörn mín, fallega umgjörð um Línu og Astrid í kjallara Norræna hússins. Þarna eyddum við góðri stund og lékum okkur , teiknuðum, mátuðum leikbúninga og sáum brot úr myndum um Línu. Alltaf gott að hitta Línu og finna barnið í sjálfum sér.

Þér og okkur öllum er boðið til að heimsækja Línu í Norræna húsinu á 70 ára afmæliári hennar. Hún ber aldurinn vel sú stutta, alltf í fínu skapi!

Leave a Reply