Haust

posted in: Á döfinni | 0

Haust 2015

Þú finnur það koma en trúir því ekki þegar það birtist einn morgun með logagillt lauf og silfraða jörð.
Áður hafði það gefið fögur ber og jarðávexti sem við söfnum gjarnan til vetrarins, rétt eins og
hagamúsin sem safnar vetrarforða.
Áður fyrr fannst mér ilmur af pappír og nýjum strokleðrum minna mig á haustið. Í dag finn ég kuldann
fyrst og svo sé ég litina. Þeir hafa sjaldan verið eins sterkir og nú. Mér finnst stórkostlegt að fá að njóta haustsins.
Haust kemur á undan vetrinum, sem er undanfari vorsins og ég bara hlakka til allan ársins hring.
Fæ ég að sjá lóuna í vor?

Leave a Reply