Á döfinni

posted in: Á döfinni, Hugrenningar | 0

Sumri hallar, hausta fer.

IMG_8461  IMG_8466  IMG_8496

Við Kátur göngum stundum saman og skoðum heiminn. Við höfum fylgst með berjarunnum sem vaxa á förnum vegi í hverfinu okkar og einn daginn söfnuðum við berjum af þeim og gerðum sultu og hlaup.

IMG_8488 (2)  IMG_8483

Í góðum garði þar sem við þekkjum til vaxa rósir og rabarbari en úr því hráefni má gera skemmtilega sultu með því að setja rósarblöðin yfir rabarbarann í ofnskúffu og hita í ofni. Ég man ekki alveg aðferðina en sá eitt sinn matreiðsluþátt með Camillu Plum frá danska sjónvarpinu þar sem þessu var vel lýst. Keimurinn af rósunum er skemmtilegur og ég tala nú ekki um ilminn. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

Camilla Plum, fædd 1956, er danskur matgæðingur og mörgum kunn úr danska sjónvarpinu þar sem hún hefur gert þættina Boller af stålog Camilla Plum og den sorte gryde. Þættir hennar hafa verið sýndir á RÚV. Camilla er menntaður arkitekt en hefur síðan árið 1997 séð um lífrænan bóndabæ, Fuglebjerggaard á Norður-Sjálandi. Hún hefur skrifað fjöldamargar bækur um matargerð, matjurtaræktun og bakstur. Hún starfar einnig við að flytja fyrirlestra og skrifar matarumfjallanir fyrir Politiken.
Camilla Plum kemur fram á höfundakvöldi Norræna hússins 3.nóvember kl. 19:30. (af vef Norrænahússins)

IMG_8509 (3)  Við settum niður skjaldfléttufræ í vor. Þau komu seint til og á svölunum hafa plönturnar átt erfitt uppdráttar en komu þó loks og gleðja okkur á haustdögum. Mér skilst að hægt sé að borða blöðin og blómin og skreyta með þeim salatið og bragðbæta. Á eftir að gera tilraun með þetta við næsta tækifæri, bara eftir að finna fórnarlamb!

Eins og sagði frá í síðasta pósti var ég á ferð um Reykjanesið og óskaði þess þá að fá að fara þar um aftur. Mér varð óvænt að ósk minni í gær þegar skólafélagar af Skaganum fóru í óvissuferð ársins um nesið og ég tók þar nokkrar myndir sem ég set inn hér með smá skýringum.

IMG_0001 (2)  IMG_0002 (2)  Fyrsti áningarstaður var við Straumsvík.

Gamli bærinn Straumur er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og nýttur sem miðstöð listamanna, sem hafa stundum opið hús fyrir gesti og gangandi.  Bjarni Bjarnason (1889-1970), skólastjóri í Hafnarfirði og að Laugarvatni, rak búskap að Straumi á árunum 1918-1930.  Hann byggði núverandi hús árið 1927 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Straumur er einn hinna svonefndu Hraunabæja á strandlengjunni milli Straumsvíkur og Vatnsleysuvíkur.  Meðal þessara bæja voru Óttarsstaðir, Lónakot og Hvassahraun og hjáleigur.  Útræði var stundað frá þessum bæjum.  Sameiginlegt beitiland þessara bæja var Almenningur, þar sem voru sel, kennd við bæina. Eins og áður, sagan er við hvert fótmál og allt kallar á nánari rýni og tíma. (tekið af vef)

IMG_0019 (2)  Þessi voru með mér í skóla og lærðu á hljóðfæri á sama tíma og ég  við Tónlistarskóla Akraness.

 IMG_8514 (2) Duushús eru lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar, í hjarta gamla bæjarins, við smábátabryggjuna í Grófinni. Þar er starfrækt fjölbreytt menningarstarfsemi í gömlum verslunar- og fiskvinnsluhúsum, það elsta frá 1877.

Þar fengum við frábæra súpu og brauð og skoðuðum m.a. bátalíkön á Bátasafni Gríms Karlssonar.

Aðalsýningarsalir safna bæjarfélagsins eru í Duushúsum, samtals 8 salir. Í sal Listasafns Reykjanesbæjar eru settar upp fimm nýjar sýningar á ári, aðallega samtímalist. Í bátasal er sýning á bátalíkanasafni Gríms Karlssonar. Í Bryggjuhúsi er föst sýning byggðasafns Reykjanesbæjar, Þyrping verður að þorpi. Þar er einnig sýning á listaverkum Erlings Jónssonar. Í öðrum sölum eru settar upp tímabundnar sýningar af ýmsum toga auk þess sem þar fer fram fjölbreytt menningarstarfsemi.(tekið af vef)

Undirbúningur fyrir Ljósahátíð stóð sem hæst og margir á þönum á svæðinu.

Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar verður haldin í 16. sinn dagana 3. til 6. september 2015. (tekið af vef)

IMG_0028 (2)  Rétt við höfnina voru bátar við markrílveiðar, fögur og seiðandi sjón.

IMG_8523  IMG_8522 Hér var staldrað við hjá Ingibjörgu Sómundardóttur lista- og handverkskonu sem bauð til stofu á heimili sínu og svo inn í gallerý sem hún rekur ásamt manni sínum í sama húsi.

Ingibjörg Sólmundardóttir handverkskona, rak verslunina Ársól í Garði um áratugaskeið við góðan orðstý. Árið 2003 opnaði Ingibjörg listasmiðjuna Keramik og glergallery í gamla frystihúsinu í Kothúsum, ásamt manni sínum Lofti Sigvaldssyni, systur sinni Sigurborgu og manni hennar Hans Wium.

Vinnustofuna er Ingibjörg núna með í nýrri viðbyggingu við heimahús sitt í Kothúsum. Ingibjörg hannar handverk og fallega listmuni, sem eru þar til sölu og er Ingibjörgu margt til lista lagt. Kothús er elsta íbúðarhúsið í Garðinum, byggt árið 1897 og hefur verið gert upp á glæsilegan hátt af húseigendum og allt til fyrirmyndar. ( tekið af vef )

Veitingastaðurinn Vitinn er aðeins í 10 mín. fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli, við höfnina í Sandgerði. Þar má fá bestu fáanlegu hráefni í fiskrétti en við ætluðum lengra og létum okkur nægja að fá gott kaffi og kleinu, á mann!

2462_1___Medium.jpg
2462_2___Medium.jpg

IMG_8528 (2)  IMG_8526 (2)

Áfram var svo haldið og leiðin lá út á Reyjarnesstá þar sem við heimsóttum “Síðasta geirfuglinn” listaverk eftir

IMG_0035 (2)  IMG_0036 (2)  Á Reykjanesstá hjá “síðasta geirfuglinum”.

Neðan við Valahnúk á Reykjanesi

Verk eftir listamanninn Todd McGrain sett upp á Reykjanesi á Ljósanótt 2010

Styttan er hluti af verkefni hans The Lost Bird Project þar sem hann vinnur skúlptúra af útdauðum fuglum og kemur þeim fyrir í upprunalegum heimkynnum þeirra. Með því vill hann vekja athygli samtímans á umhverfisvernd og ást á náttúrunni. Hann vinnur fuglana í brons og er hverjum fugli ætlaður staður eftir því hvar upprunanleg heimkynni hans voru. Í tilefni þess að talið er að síðasti geirfuglinn hafi verið drepinn í Eldey 3. júní 1844 var ákveðið að styttan af geirfuglinum yrði sett upp neðan við Valahnúk á Reykjanesi þar sem fuglinn horfir út til Eldeyjar og minnir okkur um leið á sameiginlega ábyrgð allra þjóða á náttúru og umhverfisvernd.

Um verk sitt segir Todd McGrain m.a. „Snerting er mjög mikilvæg í verkinu mínu, einn mikilvægasti þáttur þess. Yfirborð styttunnar er mjúkt eins og steinn sem hefur verið slípaður af sjó og sandi. Þú getur gengið upp að styttunni, snert hana og horft út til eyjarinnar.“ Hann segir staðsetningu þess afar mikilvæga og að með henni náist hið sögulega samhengi. Verkið sé minnisvarði um útdauða tegund auk þess sem útliti geirfuglsins sé breytt með þeim hætti að hann standi eins og maður, frekar en fugl. „Þegar fólk skoðar skúlptúrinn mun það átta sig á því að ákveðin viðkvæmni er í lögun hans sem gerir það að verkum að hann er ekki hrein birtingarmynd geirfuglsins heldur frekar áhrifamikill skúlptúr í líki geirfugls.“

Auk geirfuglsins á Reykjanesi er að finna tvo aðra eftir McGrain, þó ekki nákvæmlega eins, einn við dýragarðinn í Róm og annan á Nýfundnalandi, nærri Funk-eyju. Fimm útdauðar fuglategundir eru í verki McGrain: flökkudúfa, skaftpáfi, labradorönd, lynghæna og geirfugl. Hinir fuglarnir fjórir verða staðsettir í Bandaríkjunum. (tekið af vef)

Litið var við  á plötuskilum milli Evrópu og Ameríku.

Samkvæmt jarðfræðikenningum þá þrýstast Evrasíu- og Norður- Ameríkuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi. Plötuskilin afmarkast af gosreinum, gjám og gígaröðum sem liggja frá Reykjanesi og norðaustur um land. Segja má að Reykjaneshryggurinn (Mið-Atlantshafshryggurinn) “gangi” á land á Reykjanesi en með honum liggja skil þessara tveggja fleka. Ísland skiptist þannig milli tveggja jarðskorpufleka. Austurhluti landsins tilheyrir svonefndum Evrasíufleka og vesturhlutinn svonefndum Norður-Ameríkufleka. Skilin milli flekanna birtast okkur ýmist sem opnar sprungur og gjár eða sem sem gígaraðir.

Byggð hefur verið brú á milli “plötuskilanna” upp af Sandvík á Reykjanesi þar gefst kostur á að upplifa það að ganga á milli heimsálfa (jarðfræðilega séð) fólki að kostnaðarlausu. (tekið af vef)

Þegar hér var komið sögu var fólkið orðið þreytt og vildi frekar stytta för og enda góðan dag með matartarveislu, sem beið okkar, en ganga á milli álfa.

2464_1___Medium.jpg   í Salthúsinu. Lambalundir á grænmetisbeði og heit eplakaka ummmmmmmmmmmmm!

Enda sendi farastjóri Guðbjörg Róbertsdóttir eftirfarandi pistil til kokksins í dag

Góðan daginn.

Það var samþykkt á heimleiðinni að ekki mætti minna vera en að þakka fyrir þessa frábæru máltíð í gærkvöldi. Það er ekki ofmælt að hver og einn einasti úr hópnum var bara uppnuminn af hversu bragðgóður og ljúffengur maturinn var. Mér datt í hug veislan í Viðey forðum daga.

En enn og aftur þá þökkum við fyrir okkur og munum bera hróður hússins út um allar grundir.

Með kveðju.

F.h. okkar allra.

Guðbjörg Róbertsdóttir

IMG_0063   Herrar frá hausti 2014 og

11225350_804311463000006_8124412881178463357_n svo nú í haust allir ferðalangarnir

 

Leave a Reply