Myndirnar eru úr garðinum og eldhúsinu heima.
Á köldum dögum gerði ég tilraun með rabarbara, þá skemmtilegu jurt.
Hún varð eitthvað á þessa leið
Sauð 3 kg af rabarbara í svolitlu vatni eða ca 200 ml og sigtaði eftir rólega mauksuðu í venjulegu plast sigti en síðan í fíngerða vír sigtinu, sleppti alveg grisjunum og það virtist virka vel. Fékk um 1 lítra af safa og setti tæpt kíló af sykri út í vökvann + svolítið af vanillusykri. Las uppskrift frá Mývatni en þar var talað um að nota gult melatín í lokin og ekkert minnst á að nauðsynlegt væri að setja það út í ósæta saftina. Einnig var þar mælt með að setja svolitla hindberjasaft út í hlaupið en ég setti hér smá slettur af sólberjasaft og það gefur fallegan lit. Fór annars að öllu eftir settum reglum og lokaði sjóðandi heitum krukkunum fljótlega.
Þetta hljóp ekki alveg nógu vel en má vel nota sem sýróp á vöfflur, út í búst út á ís eða skyr og jafnvel út í kolsýrt vatn að vísu mjög sætt en fallegt og bragðgott, eitthva sem gleður augað og bragðlaukana, það má stundum. – Næ mér vonandi í meira af rabarbara á næstunni og held þá áfram í þessu brasi.
Like this:
Like Loading...
Related
Translate »