Tíminn flýgur og ég hef alltaf í nógu að snúast enda tekur hver snúningur alltaf lengri tíma eftir því sem dögum lífs míns fjölgar. “Þú þarft að hreyfa þig meira!” – “Ferðu í leikfimi?” “Tekurðu lýsi?” “Þú ert örugglega alltof þung?”
Allt eru þetta þarfar og góðar ábendingar sem vert er að fara eftir. Sjaldnar er spurt “Hvernig hefur þú það?” “Hvernig líður þér í þínu eigin skinni?”
Brúðuleikkona var spurð fyrir nokkru hvernig henni liði að vera orðin áttræð og vera enn að sýna brúðuleik. Hún svaraði því til að henni finnist svo gaman að vera með börnunum, sem eru einlæg og opin, spyrja einlægra spurninga og vilja fá svör. Þau eru þakklát hafa ákveðnar skoðanir og hika sjaldnast við að setja þær fram . Hún sagðist hefja hvern dag með því að anda að sér fersku morgunloftinu og þakka Guði fyrir nýjan dag.
Hver dagur er okkur gefinn hreinn og ósnortinn.Við getum miklu um það ráðið hvernig okkur tekst að nota hann okkur sjálfum og öðrum til góðs. Komum við fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur? Þetta er erfið spurning og sýnir okkur berlega að líf okkar mannanna er oft erfitt og flókið en jafnframt fullt af tækifærum og gjöfum sem við megum vinna úr. Munum að lífið er stutt og lifum hverja stund eins fallega og vel og við getum! Einfalt?
Frá liðinni viku. Ég fór í heimsókn á gamla vinnustaðinn minn. Þar voru félagar mínir glaðir en þreyttir á vorönn og langeygðir eftir sumarfríi. “Þessir kennarar!”
Kakan sem ég kom með var vel þegin og nú ætla ég að reyna að setja uppskriftina hér inn. Ubs! Kann þetta ekki en bæti úr því seinna. Kakan heitir Hráfæðis Snikkerskaka og er frá Heilsuhúsinu.
Hér kyssir kvöldsólin tunglið. Okkar Jörð. Til hamingju Gunnar minn!
Sumarkveðja
Páll Ólafsson / Ingi T. LárussonÓ, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár;
nú fellur heitur haddur þinn
um hvíta jökulkinn.Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns;
og hvar sem tárin kvika’ á kinn,
þau kyssir geislinn þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng,
og heim í sveitir sendirðu’ æ
úr suðri hlýjan blæ.Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt
um fjöll og dali’ og klæðir allt,
og gangirðu’ undir, gerist kalt,
þá grætur þig líka allt.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Á döfinni
Leave a Reply